|
Soffía Stína Herdís Bumbublogg Hlekkir: Drudge Report Sálufélaginn Liverpool The Onion Félagið Ísland-Palestína Columbia Columbia Bio Nýtt blogg --> Gamlir dagar: ![]() |
Kíkið á nýju heimasíðuna og nýja bloggið okkar!
www.ernaogmoddi.com
www.ernaogmoddi.com/blogg
sunnudagur, maí 26, 2002
Skemmtilegar heimasíður
Stundum þegar maður er að þvælast á netinu lendir maður inn á afar skemmtilegum og vel hönnuðum síðum. Ísland
Ég lenti í Keflavík rétt rúmlega sex í morgun. Ég svaf náttúrulega ekki neitt í vélinni, en það hvarf úr mér öll syfja við komuna til landsins. Veðrið var svo fallegt í morgun, bjart yfir og kyrrt. Ég fylltist þessari dæmigerðu orku sem kemur yfir mann á vorin á Íslandi. Það var frábær tilfinning. Ég spjallaði við pabba og Björgu í morgun, skellti mér svo bara í heita pottinn og í sólbað, sem gerði mig svo syfjaða að ég lagði mig í tvo tíma. Pabbi vakti mig svo upp úr tólf og ég dreif mig á lappir og fór svo í heimsókn til mömmu seinnipartinn. Hún tók að ofan fyrir mér með stúdentshúfunni, og við spjölluðum allan seinnipartinn. Ég horfði líka á stuttmyndina sem Guðný systir og vinkonur hennar gerðu í vetur og sendu í stuttmyndasamkeppni á vegum grunnskólanna. Myndin var meinfyndin, enda unnu þær fyrstu verðlaun. Algerar pæjur. Nú er ég hins vegar alveg að lognast út af, en ég held ég verði nú að fara að pakka oní bakpokann fyrir gönguna..... laugardagur, maí 25, 2002
Boston
Jæja, þá er ég komin á flugvöllinn í Boston eftir tíðindalausa lestarferð. Það eru þrír tímar þar til vélin fer, þannig að ég get fengið mér sæti og lesið eða dundað mér eitthvað annað... Það stóð nefnilega á miðanum mínum að ég ætti að tékka mig in þremur tímum fyrir brottför, en svo er bara ekkert að gera hérna. Annað en stressið á JFK. Ég þurfti ekki einu sinni að fara úr skónum í öryggistékkinu.. þvílíkt kæruleysi!!! Ég stefni á að sofa í flugvélinni, þannig að ég þurfi ekki að leggja mig mikið á morgun og geti snúið sólarhringnum strax við fyrir gönguferðina. Við Herdís ætlum að leggja af stað strax á mánudasmorgun, og það er betra að vera útsofin fyrir langan akstur. föstudagur, maí 24, 2002
Iceland, here I come!
Ég er orðin svo mikil A-manneskja að ég er orðin hrædd. Ekki nóg með það að ég sé búin að venja mig á að fara að æfa á morgnana, heldur var fyrsti frídagurinn minn í dag og ég fór á fætur fyrir klukkan átta. Er ég orðin svona gömul? Þetta var reyndar ágætt, því ég þvoði trukkahlass af þvotti og pakkaði í töskur og náði líka að fara út að hlaupa í góða veðrinu. Það var þrjátíu stiga hiti hjá okkur í dag. Mér finnst það alveg passlegur hiti. Þegar það er orðið heitara en þrjátíu stig fer mér að verða of heitt. Það er líka vonlaust að fara út að hlaupa ef það eru þrjátíu og fimm gráður eða eitthvað. Ég var reyndar svo heppin að það þykknaði aðeins upp rétt fyrir skokkið í dag, þannig að það var alveg passlegur skokkhiti. Reyndar notaði ég drykkjarkrana Miðgarðsins meira en ég hef gert áður. Við Mörður fórum svo á barinn eftir kvöldmat og sötruðum nokkra öllara. Ég fékk alveg fiðring í magann á barnum þegar Led Zeppelin voru settir á fóninn.. "Come to the land of the ice and snow, with the midnight sun, where the hotsprings flow"... Iceland, here I come! Sússí
Við fórum á Tomo í gær, og ég verð bara að segja það, mér finnst sússí vera algert æði! Það bráðnar alveg upp í manni, og svo er piparrótarbragðið svona skemmtilegur kontrast. Jummí! Og ég var svo hrædd um að þetta væri allt saman svo kyrfilega innpakkað í þang og þara að maður sæi ekkert í fiskinn. En það voru sko engir hringormar í fiskinum, þannig að ég þorði alveg að prófa. Mörður var ekki eins hrifinn þó. Nú get ég farið að borða sússí í hádeginu, því að það er hægt að kaupa sússíbakka út um allt í kringum skólann. Ég var líka ekkert smá mikil pæja, gat borðað þetta allt með prjónum, en þetta er bara tilraun mín númer tvö að borða með prjónum. Mörður var of svangur til þess að stunda prjónaæfingar og notaði til skiptis gaffal og guðsgafflana. Eftir matinn fórum við svo á barinn, en það var einmitt búið að opna upp á þak á The Heights, þannig að við sátum og sötruðum bjór undir beru lofti. Sannkallað rjómókvöld! fimmtudagur, maí 23, 2002
Ljúfa, ljúfa, líf
Það er búið að vera svo meiriháttar veður hér í dag að það er engu lagi líkt. Akkúrat þegar ég er komin í frí! Ég skrapp og talaði við Carol Prives sem ég verð að vinna hjá í sumar. Mér finnst hún alveg frábær. Hún er svo mikil mamma í sér. Gaf mér góð ráð í sambandi við kúrsa og kennslu og sýndi mér myndabók um Ísland sem hún Inga Reynis gaf henni. Hún er reyndar nýkomin af hinum árlega p53 fundi í Barcelona. En p53 er prótínið sem labbið fæst við að rannsaka. Það er sumsagt svaka ráðstefna á hverju ári, bara um þetta prótín! Hún var alveg hreint geislandi af eftirvæntingu, því hún hafði fengið svo margar hugmyndir á þessum fundi. Ég gekk svo aðeins um kampusinn, en fór svo heim og lagði mig, því ég svaf illa í nótt. Ég stökk tvisvar fram úr rúminu um miðja nótt af því að ég hélt að ég hefði sofið yfir mig. Svo núna var ég að koma úr mínum rútínu skokktúr í Miðgarðinum. Og þá er það bara að mana sig upp í það andlega að smakka sússí. Ljúfa líf
Jæja, nú er ég formlega búin med rótasjónina á labbinu hjá Kathryn Calame. Ég eisadi labbfundinn í morgun, eda ad minnsta kosti gekk mikid betur en ég thordi ad vona. Kathryn baud mér líka ad koma aftur í haust ef mig langadi, og gera doktorsverkefnid hjá henni. Ég ætla ad sja til. Hún getur nefnilega verid pínu tæfa, tho hún sé gódur vísindamadur. Núna er ég bara ad fara ad hitta Noeliu vinkonu i hádegismat, og svo ætla ég út ad hlaupa ad prófa nyju hlaupaskóna sem ég keypti nidri í bæ í gær. Í kvöld ætlum vid Mördur ad vera virkilega "adventurous" og prófa sushi í fyrsta skipti, á stad rétt hjá heima sem heitir Tomo. Svona smá rjómó kvöld ádur en ég fer heim. Vonbrigði
Bjarni og Ágúst benda á að Tíkarstelpurnar eru alltsaman súsarar.... =( Ég er alveg sammála Bjarna um það sem hann hefur um það að segja. Ég sem hélt að þetta væru svona sjálfstæðar ungar konur sem hefðu tekið sig saman um að skrifa sínar skoðanir á ýmsum málefnum, en þá er eitthvað flokkadæmi á bakvið þetta. miðvikudagur, maí 22, 2002
Tómas bendir á Tíkina. Kúl síða finnst mér! Meira svona. Ég held að þetta sé eitthvað sem alvöru konur vilja lesa, ekki láta heilaþvo sig á einhverju femin.is (sem ég kæri mig ekki um að linka á það er svo mikið kjaftæði!) Ég verð svo geðbiluð á að lesa frjálshyggjusíðuna og eitthvað annað hart einhliða kjaftæði, og held að síðan hjá stelpunum sé kærkomið heilavítamín. Annars er eitt sem ég velti fyrir mér. Af hverju eru allir þessir "hugsjónavefir" nær alltaf annað hvort skrifaðir af körlum eins og frjálshyggjan, eða konum eins og Bríet? Er ekki pláss fyrir bæði kynin á svona síðu? Eru skoðanir og lífsviðhorf karla og kvenna svo ólík að þau rúmist ekki á sama miðlinum? Útskrift í blíðunni
Það er yndislegur sumardagur hér í Morningside Heights í dag. Það er búin að vera útskrift í nokkra daga í Columbia, og það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Það labbar fólk um göturnar í ljósbláum Harrý Potter skikkjum, með ljósblátt spjald á hausnum. Í dag var svo aðalathöfnin, akkúrat þegar ég fór út í skóla til þess að prenta út nokkrar glærur. Ég þurfti að fara krókaleiðir til þess að komast inn á þann hluta kampusins sem líffræðibyggingin er og sá á leiðinni að skólagarðurinn var stappfullur af fólki. Í tröppunum fyrir neðan Low Library sat fólkið með hattana í Harrý Potter-kuflunum, og á grasflötinni fyrir neðan voru áhorfendurnir. Ég sá einmitt lok athafnarinnar og hún var mjög virðuleg, spiluð lúðrasveitatónlist og allt. Ekki skemmdi góða veðrið heldur fyrir. Þegar ég fór svo til baka heim, var athöfnin um garð gengin og skólalóðin var stappfull af klappstólum. Ég hef aldrei áður séð svona marga klappstóla í einu. Ég rétt gat þrætt krákustíg í gegnum ósköpin til þess að komast út úr garðinum. Ég hlakka ekkert smá þangað til ég fæ svona galdrakufl til að klæðast, en ég held að ég fái svarta húfu. Ég þarf samt víst að láta mig dreyma í um það bil fimm ár þar til af því verður! Krónuflón
Já, mér datt það í hug, krónan hefur ekkert annað gert en veikst frá því að menn fóru að tala um vaxtalækkanir. Það er líka kannski allt í lagi, því að Íslendingar þurfa sennilega meira á því að halda að vextirnir lækki en að krónan styrkist. Svo eru líka fyrirtæki í útflutningi, eins og tildæmis þau sem flytja út allan fiskinn okkar, sem hentar bara ágætlega að hafa krónuna ekkert of sterka. Var það ekki meiningin með öllum gengisfellingunum hér í de gamle dage? þriðjudagur, maí 21, 2002
Ég er ekkert smá fegin að vera búin að fara upp í Frelsisstyttuna, fyrst að það á að fara að sprengja hana í loft upp! Svartur Íkorni
Ætli það hafi eitthvað forspárgildi að það hljóp svartur íkorni í veg fyrir mig á sama staðnum bæði í gær og í dag á skokkhringnum mínum í Central Park? Mannanöfn
Mér finnst mannanafnanefnd taka ansi stórt upp í sig. Mér finnst þetta ekki neitt annað en skerðing á tjáningarfrelsi. Mér finnst eitt að mega ekki nefna barnið sitt Satan, og annað að mega ekki nefna litla drenginn sinn Kai. Kannsk á hann bara danskan afa sem heitir Kai! Er nafnið Bendt til dæmis ekki komið inn í málið á þennan hátt, og beygist nú bara án endinga nema í eignarfalli? Hemm.. mér finnst Bendt fínt nafn, en Kai er líka fínt nafn. Mér finnst Íslendingar vera að nota röng meðul til þess að vernda tunguna. Við verðum líka að sætta okkur við að heimurinn er orðinn svo lítill. Áhrifin frá útlöndum eru orðin svo sterk, og það að banna fólki að nefna börnin sin ákveðnum nöfnum held ég að eigi ekki eftir að breyta neinu um erlend áhrif. Það eina sem það gerir er að fólk verður neikvæðara gagnvart tungumálinu okkar sem sníður okkur svo þröngan stakk. Við erum nefnilega ekki bara Íslendingar, heldur líka hluti af mikið stærra menningarsvæði, og það er varla hægt að banna okkur að verða fyrir áhrifum þar frá. mánudagur, maí 20, 2002
RSS
Jæja, loksins dreif ég í því og setti RSS glugga inn á bloggið okkar. Þetta eru allt blogg sem ég les nánast daglega, það er, ég les þau þegar þau eru uppfærð. Jáá.. það er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs á labbinu þegar maður er að bíða eftir PCRi! Þau blogg sem ég setti þarna inn eiga það líka nær öll sameiginlegt að ég byrjaði að lesa þau svona um það bil þegar ég byrjaði að blogga sjálf, og reyndar fleiri, en þetta eru þau sem ég hef haldið tryggð við. Uppáhalds bloggið mitt er án nokkurs vafa Dagbók Kristjáns og Stellu. Ég skammast mín líka pínu fyrir það hversu löt ég er við það að linka á öll þessi blogg sem ég er alltaf að lesa, því oft er fólk að skrifa skemmtilega og áhugaverða hluti. Kannski er það vegna þess að bloggið okkar Marðar er einskonar "útlegðarblogg". Það var stofnað til þess að vinir og ættingjar heima á Fróni fengju innsýn í daglegt líf okkar hérna í New York, og þess vegna hef ég ekki mikið verið að setja pælingar inn, eða linkað á þá sem mér finnst vera að segja eitthvað sniðugt. Ég skal lofa að reyna að bæta mig í framtíðinni, því mér finnst þetta einn skemmtilegasti eiginleiki bloggfyrirbærisins. Það myndast oft einskonar samræður milli blogga og mér finnst bráðfyndið þegar fólk byrjar að rífast milli blogga! Ég hef áfram hér til vinstri linka á vini mína og önnur blogg sem eru ekki inn á RSSinu hjá Bjarna, ég nefnilega kann ekki að setja þau inn, og grunar að ég þurfi að hafa aðgang að server eða eitthvað til þess að skilgreina þau, eins og Kristján gerði fyrir síðuna okkar. Mér finnst eiginlega fyndið að hugsa til þess að ég hafi ekki vitað hvað blogg væri fyrr en Mörður stofnaði þessa síðu fyrir okkur í lok október! Og núna les ég öll þessi blogg og er alveg forfallinn bloggari. Einhverdagur til einskis
Nú er ég bara heima að tjilla svona barasta á miðjum mánudegi. Ég er búin með verkefnið mitt á labbinu, eða réttara sagt, mér vinnst ekki tími til þess að halda áfram með neitt, þar sem ég er að fara heim á laugardaginn. Þetta er nú ekki allt búið enn, því ég þarf að kynna verkefnið mitt og þessar litlu niðurstöður sem ég fékk fyrir labbfélögunum á labbfundi á fimmtudagsmorgun. Þess vegna á ég að vera svaka dugleg núna að vera að lesa. Og.. auðvitað er ég bara að bloggast á fullu. Það er sko heldur enginn mánudagur í mér í dag, því ég vann alla helgina, þannig að það er bara svona einhverdagur og þess vegna ætla ég bara að gera einhversdagsverk í dag. Ég er líka næstumþví eins og hinn dæmigerði Íslendingur í dag. Mér segir svo hugur að það sé ekki mánudagur í meirihluta Íslendinga í dag. Samt ekki heldur einhverdagur, heldur frekar bara frídagur. sunnudagur, maí 19, 2002
Fullkomin helgi á labbinu!
Júhúúúú!!!! Vísindin rokka feitt eina ferðina enn! Ég er komin heim eftir mjög svo fullnægjandi dag á rannsóknarstofunni. Það gekk allt upp sem ég gerði um helgina. Ég er loksins komin með áþreifanlegar niðurstöður til þess að spekúlera í fyrir labbfundinn sem ég held á fimmtudaginn. Það er þungu fargi af mér létt. Nú get ég bara dúllað mér við að búa til glærur og súlurit og lesið mér til um bakgrunn verkefnisins og slegið í gegn á fundinum... eða þannig. Ég þarf líka að vera vel undirbúin, því ég hitti sennilega Kathryn, prófessorinn minn í vikuni og spjalla við hana um hvort ég vilji slást í hópinn með labbinu hennar. Ég þarf að hafa einhverja hugmynd um hvað mig langar að vinna við. En, ég á frí í kvöld, og við Mörður ætlum að fara á Changing Lanes í bíó. Okkur langar frekar að sjá hana en spæderman eða starvors, það er örugglega svo troðið í bíó á þær núna. Enn meira stuð á labbinu.
Já, þá er ég á labbanum eina ferðina enn, og alltaf held ég að mér takist að klára tilraunirnar mínar innan skamms! Hvílíkar ranghugmyndir! Annars ætla ég að hætta snemma í dag. Ég er búin að dobbla Mörð til að koma með mér út að hlaupa, og svo ætlum við að fara í bíó í kvöld. Annað hvort á Köngullóamanninn, eða á Stjörnustríð -Árás einræktanna. laugardagur, maí 18, 2002
Stud a labbinu
Thad hefdi nu sennilega ekki dugad ad banka i spytu i gaer til thess ad koma i veg fyrir ad helgarfriid vaeri onytt, eg hefdi thurft ad banka i heilan skog. En, thad er svosem i lagi fyrir mig, eg kemst i fri bradum. Eiginmadurinn er samt frekar afskiptur thessa dagana, hann rett ser mig a kvoldin, daudthreytta og urilla. Vid kiktum til Einars og Isoldar i gaerkvold og hittum thar Ingu Maju og Kidda og Lilju, konuna hans Eyjo. Thad var fint, en eg for nu samt snemma heim, thvi eg aetladi ad vakna snemma. Svona er lif mitt nu aesandi og ahugavert thessa dagana. Eg er samt alveg hreint agaetlega satt, thvi thad er svo mikill luxus ad geta unnid a labbinu a morgnana an thess ad thurfa ad maeta i fyrirlestra. Svo tok eg bara med mer fullt af godri tonlist, og er buin ad vera dansandi yfir plasttupunum og isfotunum. Eitthvad held eg samt ad thad se ekki alveg jafnmikid stud hja honum Merdi. föstudagur, maí 17, 2002
Rassgatans
Gleymdi að banka i spýtu áðan þegar ég skrifaði fyrri póstinn í dag. Ég þarf víst að mæta á labbið á morgun til þess að framkvæma hið fullkomna semiquantitative PCR. Faersla um harla litid og thar ad auki an islenskra stafa
Jaeja kaeru lesendur, nu faid thid hele omgangen af posti an islenskra stafa... Lyklabordssian hans Sindra virkar nefnilega ekki fyrir Netscape og thetta makkadrasl herna a labbinu er ekki med Explorer. Thetta er lika postur um ekki neitt, thvi thad hefur bara ekkert gerst i minu lifi sidan i fyrradag. Nema ad i gaer horfdi eg a sidasta thattinn af Friends. Endirinn var alger "cliff hanger", say no more... Isold og Einar voru annars ad bjoda i party i kvold, aldrei ad vita nema vid skellum okkur. Og svo er ljuf helgi framundan, engin vinna a labbinu, bara lestur fyrir labbfundinn sem eg held a fimmtudaginn, og lestur fyrir naestu rotasjon. Eg held eg thurfi bara einn dag i thad, thannig ad eg get alveg verid pinu thunn a morgun.. jibbi!!!! Eg er alltaf ad verda svekktari yfir thvi ad missa af utskriftinni hennar mommu. Asta var ad segja mer ad hun hefdi keypt ser svo flotta dragt, og svo verdur kokuveisla. Eg vona bara ad thad verdi einhverjir afgangar handa mer daginn sem eg kem til landsins. miðvikudagur, maí 15, 2002
Vinnudagur í dag.....
Fyrsti heili dagurinn minn á labbinu síðan á föstudaginn er liðinn. Ég PCRaði alveg hreint heil ósköp, og ég stefni á að klára alla blautvinnu í rótasjónsverkefninu mínu fyrir helgi. Þetta var alveg prýðisdagur, þótt langur væri. Í hádeginu, á meðan PCRið mallaði, fór ég á fyrirlestur hjá engum öðrum en Craig Venter, sem er núna í stjórn TIGR en var áður forstjóri Celera. En Celera er frægast fyrir það að hafa raðgreint genamengi margra lífvera, þar á meðal manna og músa. Þetta var alveg hreint afbragðs fyrirlestur, þar sem Venter sagði stuttlega frá ferli sínum í raðgreiningarbissnessnum og gagnrýndi einnig harðlega NIH og aðrar opinberar stofnanir sem styrkja líffræðirannsóknir, fyrir að vera of fastmótaðar í skoðunum um hvað væru styrkjahæf verkefni. Þetta var nú samt lítill vísindafyrirlestur, hann sagði aðallega brandara og talaði um eigin afrek. Það var nú samt í góðu lagi, því hann hefur afrekað slatta af góðum hlutum. Ég kom ekki heim úr vinnunni fyrr en klukkan tíu, og skellti mér þá upp til Josh og Melissu að horfa á West Wing, en Mörður var einmitt líka staddur þar. Og núna borða ég bara nammi og undirbý mig andlega fyrir PCR morgundagsins.... þriðjudagur, maí 14, 2002
Ramble on
Váááá.. ljúft að vera búin í þessu prófi. Ég er að hugsa um að taka bara próflausa kúrsa hér eftir, það er miklu meira vit í því. Það er ekkert gáfulegt að troða í sig "trökklódum" af staðreyndum og framkvæma svo hið klassíska "data dump" daginn eftir, svo vitnað sé í Martie Chalfie erfðafræðing og ormagaur með meiru. Ég skellti mér í gymmið eftir prófið og rústaði næstumþví þrekstiganum af æsingi, en ég er á fullu að reyna að koma mér í form fyrir gönguna okkar Herdísar. Það hjálpaði ágætlega til að vera með blöndu af Rammstein og Marilyn Manson remixum á MP3 spilaranum. Ég er annars að fíla þá græju í strimla. Þokkalega nettur. Kvöldinu varði ég upp í sófa að horfa á einhvern Deitlæn þátt um geðbilaðan morðingja og á meðan leitaði ég að fljótlegum pastauppskriftum í Matreiðslubók Nönnu. En núna þori ég varla að fara að sofa af hræðslu við að dreyma einhverja vitleysu um peningamálastjórnun Seðlabanka Íslands eða annað kjaftæði..... Óska góðs gengis.
Já, er ekki bara frábært að það eigi að lækka vexti núna, svona mátulega til þess að lækka gengið á krónunni áður en ég kem í heimsókn til Íslands... Annars þá dreymdi mig í nótt að rauða strikið hafi brostið. Ágætt að ég var ekki berdreymin þar. Ég ætti kannski að kíkja til sálfræðings, er eðlilegt að mann dreymi svonalagað? Grauturinn er sangur
Fall er fararheill..... vonandi, því ég byrjaði daginn á að brenna við hafragrautinn minn. Ég er að hugsa um að sleppa því alveg að fara á labbið í dag og læra bara fyrir prófið til klukkan eitt og fara svo og rústessu. Ég er samt með pínu samviskubit, því ég mætti bara fyrir hádegi á labbið í gær. Jamm, þetta er ekki eins og hið ljúfa líf í Háskólanum þegar maður var bara í prófum þegar maður var í prófum, laumaðist kannski tvisvar í viku og hlóð á nokkra síkvensera upp í Erfðagreiningu... En ekkert hángs, B-frumu þorskunin bíður, ásamt vefjaflokkunarprótinunum.... mánudagur, maí 13, 2002
Hjarta mitt brennur
Úff, en sorgleg stemning hérna. Það er þrumuveður úti, og ég sit hér inni í hálfgerðu myrkri og reyni að troða í heilann á mér öllu sem ég get um sjálfsofnæmi.... Ugh... mér leiðist að læra um kránkleika. Til þess að hafa nú tónlist í stíl við ósköpin skellti ég Rammstein í, og hækkaði. Kránkleikar og Mein Hertz brennt passa ágætlega saman. Stríðsvélin
Heyr, heyr! Það er svo gott að lesa svona færslu eins og Herra Muzak skrifar, þegar maður er umkringdur öllum hernaðaráróðrinum. Mörður benti mér líka á annan punkt. Bandaríski herinn er auðvitað ólmur að komast í stríð, því verk hans er m.a. að ala upp einstaklinga sem kunna að heyja stríð. Það versta sem gæti komið fyrir herinn er að það væru margar kynslóðir í hernum sem hefðu aldrei farið í stríð.... sunnudagur, maí 12, 2002
Kvenmannsleysi
Ég var að blammera strákana á frjálshyggju.is. Ha, ha, ha..... Ég sagði við þá að það væri greinilegt á öllum skoðunum þeirra að þá hrjáði kvenmannsleysi..... Svona er nú gaman að lesa ónæmisfræði.... Próflestur????
Núna á ég að vera að læra fyrir ónæmisfræðipróf. Og auðvitað er ég ekki að því. Ég er nefnilega orðin leið á að vera bara með eina síðu á blogger og eiga ekki alvöru heimasíðu þar sem ég get sett inn eitthvað fleira dót. Þannig að ég er búin að ver að læra á UNIX, svona bara einhverjar beisik skipanir þannig að ég geti breytt skránum mínum á Columbia heimasvæðinu mínu þannig að allir geti lesið þær. Komst líka að því mér til einskærrar ánægju að FTP var ekki eitthvað hræðilegt monster og erfiður prósess til þess að færa skrárnar mínar inn á heimasvæðið mitt. Ég hef oft notað FTP, ég vissi bara ekki af því að það héti FTP (jamm, pínu blonde). Og svo þegar ég verð búin í prófum, þá ætla ég að læra að búa til mína eigin heimasíðu. Jibbí! laugardagur, maí 11, 2002
Bæjarferð
Það er alltaf ævintýri að fara niður í bæ í þessari borg. Ég þurfti í gær að sækja pakka til úps, sem mér hafði verið sendur frá Amazon, en úpskallarnir hittu aldrei á mig heima til að rétta mér pakkann. UPS þjónustan er niður á 43. stræti og 11. breiðgötu, þannig að ég tók Subwayinn niður á Times Square og gekk þaðan. Ég ákvað að fara út á Port Authority Bus Terminal (BSÍ New Yorkur), því þaðan væri styttra að labba. Ég hélt ég þekkti stöðina eins og handarbakið á mér og auðvitað villtist ég í viðleitni minni til þess að spara tíma og stytta mér leið. Þegar ég kom loksins út úr stöðinni stóð ég á 42. stræti og hóf að troða mér í gegnum mannþröngina. Það fer alltaf eitt stórt VÁÁÁÁÁ í gegnum huga mér við að koma niður á svæðið í kringum Times Square. Allir flottu skýjakljúfarnir og auglýsingaskiltin, mannmergðin og hávaðin verða skilningarvitunum næstumþví að ofurliði. Mér finnst ég alltaf vera komin inn í einhverja Sci-Fi sögu. Þar sem ég gekk eftir 42. stræti uppnumin af öllum látunum, gekk ég fram á risastóran rauðan blóðpoll, og sá um leið menn með sjúkrabörur. Í sjúkrabörunum lá lítil gömul kona, með stórt höggsár á hvirflinum. Einn sjúkraflutningsmannanna horfði eitthvað svo blíðlega á hana og strauk henni um kinnina, eins og hann væri að hugga hana. Enn dapurlegt. Sálarástand mitt umpólaðist um leið og ég fylltist einhverju tilgangsleysi. Er ekki ömurlegt að vera lítil gömul kona og enda líf sitt með því að detta um koll í miðri mannmergðinni niður í bæ? Ég gekk áfram og göturnar urðu fljótt nær mannauðar, því leið mín lá í vesturátt. Það varð nú ekki til þess að gleðja mig að ganga fram hjá slökkvilisstöð þar sem myndir af 10 slökkviliðsmönnum voru út í glugga, og yfir þeim stóð: "Still missing". Enn afskaplega dapurlegt. Sem betur fer var ég þá nær komin að UPS stöðinni, þannig að ég þurfti að einbeita mér að öðru; Að fá pakkann minn afhentann. Ég stóð í hálftíma í biðröð inni á stöðinni og þegar röðin kom loksins að mér sagði afgreiðslukonan við mig (með spænskum hreim): "Did you phone already?" Vúps, ég kunni ekki alveg á kerfið, því úti í horni var sími sem ég hefði átt að nýta mér þegar ég kom inn og taka upp tólið og segja hvert númerið á pakkanum væri sem ég væri að sækja. Ég þurfti að gera svo vel að fara og hringja, segja konunni í símanum hvað ég héti og hvar ég ætti heima, og fara svo aftur í röðina. Það gladdi mig nú samt að þegar nafnið mitt var kallað upp var það með spænskum hreim en ekki amerískum. Ég tölti því glöð í bragði heim á leið og las Nancy Clarc's Sports Nutrition Guidebook í lestini, en það var hún sem var í pakkanum. Tjáh, maður er ekki lengi að gleyma dapurleika og hverfulleika þessa lífs í amstri hversdagsleikans. fimmtudagur, maí 09, 2002
Hrói höttur
Var að horfa á Á.J. í Kastljósinu. Ég vorkenni honum nú greyinu. Að vera að lögsóttur fyrir að stela því sem hann var búinn að vinna sér inn... Ég er líka viss um að hann notaði ekki ágóðan af þjófnaðinum fyrir sig og sína, því ekki er hann gráðugur þessi elska, hann hefur örugglega gefið mismuninn til fátækra. Ónæmisfræði, skónæmisfræði
Ég tek eina alvöruprófið mitt það sem af er náminu á þriðjudaginn. Það er lokapróf í ónæmisfræði. Þetta er alvörupróf af því að til prófs er námsefni heils misseris eins og ég var vön í Háskólanum, en hingað til hef ég aðeins tekið próf í "Core" kúrsinum, en þar voru lokapróf í hverju fagi á 1-2 vikna fresti allt síðasta misseri. Það voru líka heimapróf sem kröfðust mikillar vinnu, en einskis utanaðbókarlærdóms. Ónæmisfræðiprófið krefst hins vegar mikils utanaðbókarlærdóms. Í flestum spurningum er spurt um hvernig eitthvað ákveðið fyribæri í ónæmiskerfinu virkar og svo er venjulega spurt hvernig maður myndi sýna fram á að virknin væri nákvæmlega þessi (sem maður lýsti), með tilraunum. Til þess að getað svarað því þarf maður að vera með hlutina þokkalega vel á hreinu. Það besta er samt að ég má taka bókina með mér í prófið, og glósurnar mínar, og þar að auki má ég taka tölvuna með mér og skrifa svörin í Word! miðvikudagur, maí 08, 2002
Ragnar er þokkalega brjálaður út í Dabba. Annars dáist ég að honum fyrir að nenna virkilega að fylgjast með íslenskum stjórnmálum alla leiðina frá Boston. Ég er líka alveg sammála honum með það að þau virki eins og hálfgerður skrípaleikur svona úr fjarlægð. Einhvern vegin virkar Ísland svo lítið og skrítið svona úr fjarlægð. Það er aðeins eitt málefni sem vekur áhuga minn, og það er álversmálið. Mér finnst íslensk stjórnvöld vera orðin að algerum álvershórum og umhverfishryðjuverkamönnum. Frí
Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé einhvern verða pirraðan yfir öllum frídögunum sem Íslendingar fá á vorin. Og ég sem er hérna í Ameríkunni, alveg dauðöfundsjúk, því það eru aldrei frí hér. Mér finnst fjöldi frídaga á ári á Íslandi segja sitt um lífsgæðin þar. Íslendingar eru duglegir og vinna mikið, en eru ekki jafn geðbilaðir og Bandaríkjamenn að taka sér bara aldrei frí. Ég heyrði því fleygt einhvers staðar að Ísland væri næst á eftir Þýskalandi í heiminum, sem það land sem hefði flesta svona frídaga á ári. Ég er nú alveg sammála Ágústi að það væri sniðugara að hafa þessa daga á mánudögum eða föstudögum þannig að úr verði löng helgi, en mjög margir leysa það mál á þann hátt að þeir taka sér sumarfrísdag á föstudegi, og þá verður úr fjögurra daga helgi. Hér er til dæmis nær ekkert jólafrí, alls ekkert páskafrí og hvað þá að það sé frí á uppstigningardag. Sumarfrí hjá fólki er tvær vikur, og yfirleitt ekki vel séð að fólk taki tvær vikur samfleytt í frí. Og sumarfrí á launum.. Orlof? Hvað er það? þriðjudagur, maí 07, 2002
Stífluhringurinn rúlar..
Það er sama hvað hún Helga segir um Elliðaárdalinn, ég hlakka ýkt til þess að skokka gamla hringinn minn. Það er að segja ef ég verð ekki lurkum lamin eftir svaðilför í Mývatnssveit. Ganga
Við Herdís erum að ráðgera gönguferð á Norðurlandi þegar ég skrepp heim. Þessi gönguferð sýnist mér eiga eftir að taka hálfa dvöl mína á Íslandi en þá er bara að skipuleggja restina vel með hittingum! Herdís er með skipulagninguna í sínum höndum, enda varla annað við hæfi að menntaður leiðsögumaður skipuleggi ferðina okkar ;). Við erum að spá í að byrja að ganga á Mývatnssvæðinu og þar um kring. Reyndar hef ég heyrt að það sé mikill snjór enn fyrir norðan. Ef fólk veit eitthvað um það mál má það endilega skrifa í kommentin eða senda mér tölvupóst með upplýsingum. Ég er mjög spennt, bæði yfir göngunni og að verja sex dögum með Herdísi, en við höfum ekki hittst síðan í haust. Mest hlakka ég þó til að borða norskan þurrmat sem Herdís ætlar að koma með af Barðanum. Trommuleikur..
Héna við hliðina á okkur í götunni er svona Frat House, þar sem er til staðar "dorm" fyrir gaura sem eru í Fraternity sigma delta, eða eitthvað þannig, í Columbia. Það fer venjulega lítið fyrir þessum drengjum. Í nótt tók þó einhver upp á því að æfa sig á trommur í kjallaranum hjá þeim í nokkra klukkutíma.. Trommuleikurinn leystist upp í brjálað rifrildi, því félagar hans fóru að öskra á hann um fjögurleytið í morgun og allt í einu kváðu við raddir víðsvegar um blokkina. Það var hávaðarifrildi í gangi langtframundir morgunn. Mér finnst frekar fyndið að þetta gerist núna, akkúrat þegar allir eru á fullu í prófum. Ég er ekki hissa á vinum hans að hafa verið brjálaðir. Mörður náði nú samt að sofa þetta allt af sér, ég öfundaði hann ekkert smá, en ég svaf bara frameftir, og er loksins núna að fara að drífa mig í vinnuna. mánudagur, maí 06, 2002
Vísindin efla alla dáð...
SNÓ kann að mæla áfengi..... Minnir mig skemmtilega á kúrsinn Efnagreiningu sem ég tók á fyrsta ári í lífefnafræðinni. Var ekki mjög hrifin af því þá, en það er nú alveg ótrúlegt hvað maður kíkir oft aftur í blessuðu efnagreiningarbókina. Ég verð líka að segja að mér finnst Vísindavefurinn ein sniðugasta hugmynd sem hrint hefur verið í framkvæmd í Háskólanum á síðustu árum. Háskóli Íslands er mjög sérstök menntastofnun að mörgu leiti, og þessi vefur þjónar vel þeim tilgangi að færa skólann nær almenningi, og þar með þjónar hann landanum betur. Búin að panta miða... og borga....
Þá er ég búin að kaupa miðann heim og ekki aftur snúið! Reyndar er einn galli á gjöf Njarðar, ég kemst ekki fyrr en á laugardagskvöldið 25. maí, þannig að ég missi af útskriftinn hennar mömmu. En ég næ að minnsta kosti að óska henni til hamingju daginn eftir, með kossi á kinn. Það var heldur ekkert laust flug nema frá Boston, þannig að ég fer þaðan um kvöldið og flýg svo aftur til Boston föstudaginn 7. júní. Þannig að Íslandsför mín verður 12 daga löng. sunnudagur, maí 05, 2002
Eftirvænting
Júhú! Ég hlakka svo til að fara heim í lok maí. Herdís hringdi í mig í gær og við spjölluðum um heima og geima í klukkutíma. Það er alltaf svo gaman að tala við hana Herdísi. Við ætlum að fara í göngu saman heima, en erum ekkert búnar að ákveða hvar eða neitt. Það skiptir mig heldur ekki öllu máli. Það verður frábært að komast út í náttúruna eftir vetursetu í stórborginni. Ýsa elegant
Solla og Svanur kíktu í mat til okkar í gær. Mörður eldaði ljúffenga Ýsu elegant, sem er oft á borðum hjá foreldrum hans. Ég verð að segja að eldamennskan hjá honum heppnaðist stórvel. Og svo er alltaf svo gott að fá ýsu í matinn. Solla og Svanur voru hress að vanda og við sátum frameftir kvöldi og drukkum vín og bjór og spjölluðum um heima og geima. Þau eru búin að búa hér í fimm ár og hafa frá mörgu að segja og líka mjög mörg góð ráð að gefa. Mér finnst að allir dagar ættu að vera jafnljúfir og gærdagurinn. laugardagur, maí 04, 2002
Ljúfa líf..
Ég er að drekka kaffi úr pappabolla, lesa ónæmisfræði og hún Cesaria er á fóninum. Úti er fimmtán stiga hiti, sól og blíða og götumarkaður úti á Broadway. Ljúfur dagur... föstudagur, maí 03, 2002
...að fóstur jarðar minnar strönd og hlíðum...
Mér sýnist allt stefna í það að ég kíki í heimsókn að Fögru landi ísa í lok maí. Það er þó ekki orðið alveg útséð með það enn, en í augnablikinu eru á því 99% líkur. Það vegur þungt í ákvörðun minni að hún Herdís vinkona verður heima um þær mundir, og ég get sennilega dobblað hana til að draga mig upp einhverja fjallshlíðina, ef rassinn á mér er ekki orðinn of kólesterólmettaður eftir vetrardvöl í henni Ameríku. En það er líka annað tilefni að Íslandsför. Hún mamma mín er nefnilega að verða stúdent, og mig langar svo í útskriftina hennar. Fyndni
Ehemm.... það er spurning hvort maður eigi að halda áfram að hafa könnun á síðunni. Málið er að það voru 11 manns búnir að greiða atkvæði í gær, og svo gerðist ákveðin manneskja alveg rosalega fyndin og greiddi skrilljón atkvæði. Að minnsta kosti sýndi teljarinn minn bara tvær heimsóknir í millitíðinni. Þetta segir held ég mest um mig sjálfa. Ég vel mér mjög kurteisa og andlega þroskaða vini.... fimmtudagur, maí 02, 2002
Formúla
Það sem hann Einar segir um Formúluna þarna finnst mér frekar fyndið. Mér finnst nefnilega ekkert rosalega gaman að horfa á íþróttir, en það sem mér finnst þó gaman við íþróttaáhorf er bert hold. Gallinn við formúluna er að það sést lítið í skinnið á þessum ökumönnum, og ég veit ekkert um bíla, þannig að ég gæti alveg eins horft á tannkremstúpu eins og fullt af auglýsingaskreyttum bílum að keyra í hringi. Mjög margir þeirra antisportista sem ég þekki fíla þó formúluna alveg í tætlur og rífa sig upp á morgnana til að horfa. Ég get ekki annað en samglaðst þeim, því að það hlýtur að vera alveg hreint stórkostlegt að eiga áhugamál sem maður nennir að rífa sig upp úr rúminu fyrir eldsnemma á sunnudagsmorgni. Tornado Warning
Haldið þið ekki barasta að það sé fellibylsviðvörun fyrir New York County í Veðurpöddunni minni. Ætli það sé óhætt að fara út að hlaupa? The New Oprah
Jæja, þá er Clinton litli alveg að deyja úr athyglisskorti.... Það verður fróðlegt að sjá þáttinn ef eitthvað verður úr hjá honum. Ætli hann muni líka gefa út tímarit eins og Oprah? The Clinton Magazine? miðvikudagur, maí 01, 2002
Sturta
Ahh.. ég var að koma úr ylvolgri kvöldsturtu. Ég naut hennar sérstaklega vel eftir ævintýrið í morgun og nú er ég svo fegin að "bucket shower" sé bara tilbreyting í hversdagsleikanum, en ekki dagleg kvöð til að skola burtu svitafýlu og flösu.... Bucket shower
Arg! Það er ekkert heitt vatn í krönunum hjá okkur. Ég var að koma á fætur, og ætlaði að fara í sturtu þegar ég gerði þessa skelfilegu uppgötvun. Ég held hreinlega að hann Mörður hafi farið í ískalda sturtu í morgun. Sálartetur mitt skelfur við þá tilhugsun, þannig að ég ákvað að gera eins og ég gerði þegar ég var að ferðast á Indlandi forðum daga og fara í "bucket shower". Ég tók vaskafat sem við áttum og sauð vatn í potti nokkrum sinnum og helti í vaskafatið, og svo kældi ég vatnið með vatni úr krananum og hellti volga vatninu yfir mig. Ég fékk nostalgíufiðring í magann við verknaðinn. Það versta er að ég þreif vaskafatið duglega með uppþvottalegi áður, því það var ekki beinlínis tandurhreint. Kalda vatnið dugði ekki alveg til þess að skola alla sápuna í burtu, þannig að nú ilma ég af Palmolive Original uppþvottalegi... |
|