|
Soffía Stína Herdís Bumbublogg Hlekkir: Drudge Report Sálufélaginn Liverpool The Onion Félagið Ísland-Palestína Columbia Columbia Bio Nýtt blogg --> Gamlir dagar: |
Kíkið á nýju heimasíðuna og nýja bloggið okkar!
www.ernaogmoddi.com
www.ernaogmoddi.com/blogg
mánudagur, júlí 15, 2002
sunnudagur, júlí 14, 2002
Þegar kötturinn er úti, leika....
Ásthildur kíkti til mín niður á Manhattan á föstudagskvöldið. Við fórum út að borða í Litlu Ítalíu, og fórum svo og hittum Óla, vin hennar, á Itremerli á West Broadway. Þar var Óli með vinum sínum -svaka stuð í gangi. Á staðnum virtust samt ekki vera neitt nema rússneskar og lettneskar konur með skuggalegum amerískum karlmönnum. Ein þeirra var í styttsta pilsi í heimi, með bláasta augnskugga veraldar. Hún sat við barinn og borðaði sesarsalat og drakk með Grand Mariner, straight up! Frá Itremerli fórum við á Nakta hádegisverðinn, þar sem var dúndurstemning að vanda. Við dönsuðum þar til lapprinar voru að detta af okkur til klukkan fjögur um nóttina. Sem betur fer var körfuboltaþjálfarinn ekki í dyrunum. Við skröltum heim í morgunsárið, og Ásthildur gisti hjá mér. Í gær dró Ásthildur mig svo í endurhæfingu norður til New Canaan, þar sem við sátum í sólbaði við sundlaugarbakkann allan daginn og svo buðu Maggi og Edda öllum út að borða um kvöldið. Ég fór heim til mín í tóman kofann eftir það. Heilsan var nú ekkert frábær. Ég keypti froðublaðið Marie Claire til að lesa á leiðinni heim í lestinni, svona til þess að ofreyna nú alls ekki heilasellurnar við lestur, en þetta blað hefur mjög lítið lesefni, aðallega bara myndir af fötum og glingri, fullkomið fyrir þunna konu. Þegar heim kom hjúfraði ég svo um mig upp í sófa og horfði á klassíkerinn Hannah and her sisters. Það var frábært, alveg þangað til að ég heyrði í músinni. Ég sem hélt að Miss Maddie hefði fælt hana í burtu. Mér stóð nú ekki alveg á sama að vera alein og óvarin heima, með mús í stofunni. Enginn Mörður til þess að vernda mig. Þannig að þegar ég fór að sofa hafði ég kveikt á öllum ljósum í stofunni og á sjónvarpinu líka, því einhvers staðar heyrði ég því fleygt að mýs fældust sjónvörp út af hátíðnihljóðinu. Svo lokaði ég hurðinni inn í svefnherbergið og setti viftuna á hæsta styrk, ekki af því að mér væri heitt, heldur til þess að framleiða sem mestan hávaða, þannig að ég myndi nú ekki heyra í músinn ef hún væri á vappi. Ég get ekki beðið eftir því að meindýraeyðirinn komi í heimsókn. föstudagur, júlí 12, 2002
Ný síða
Lesendur góðir! Nú dregur til tíðinda í bloggheiminum, því við Mörður erum í þann mund að færa bloggið okkar á: www.ernaogmoddi.com/blogg Lautarferð og barkvöld
Gærdagurinn var fínn! Ég skellti mér í pikknikk líffræðideildarinnar. Það var gaman að hitta bekkjarfélagana aftur, en við höfum lítið hittst öll saman síðan að Core-kúrsinum sleppti. Það var mikið spjallað og eins og venjulega gerði Tim góðlátlegt grín að mér fyrir að vera Íslendingur (hann getur lítið sagt, hann er jú Bandaríkjamaður) og við Adelene og Noelia lögðum á ráðin um að skella okkur á kajaknámskeið saman og prófa að fara á kajak á Hudsonánni. Eftir lautarferðina fór ég svo niður í bæ á bjórkvöld Íslendinga og hitti þar íslenska gengið. Hildur, Hulda, Sigga og Ísold voru í góðum gír, að Björgvin, framkvæmdastjóra Icexpress ógleymdum. Samkoman leystist þó óvenjusnemma upp og við fórum heim um eittleytið. Það var eiginlega ekki um annað að ræða en að forða sér, því það var einhver miður aðlaðandi amerískur karlmaður að abbast upp á mig, og hætti ekki þó hann vissi að ég væri gift. Honum fannst eiginlega bara hljóta að vera að ég, gifta konan, vildi einhverja tilbreytingu fyrst að ég væri ein úti að skemmta mér. Hildur sagði mér að svona væri þetta nú oft, þessir Kanar væru svo aggressífir. Ég er hins vegar nær alltaf á ferð með Merði, þannig að þá er ég alveg laus við svona vesen! Tjáh.. maður er háfvarnarlaus þegar eiginmaðurinn er í burtu! fimmtudagur, júlí 11, 2002
Solbriller
Júhú!!!! Við vorum að fá pakka í póstinum! Fyrir tveimur mánuðum síðan fengum við kynningartilboð í gegnum blaðið Backpacker, á sólgleraugum. Allt sem við þurftum að gera var að senda þeim miða og merkja við hvaða sólgleraugu á miðanum okkur langaði í, og borga sendingarkostnað. Þetta eru tvöhundruðdollara sólgleraugu stykkið, þannig að þetta var þvílíkur fengur fyrir fólk sem vantar sólgleraugu. Og þau voru að koma í póstinum í dag. Mín eru ýkt kúl. Ég hlakka til að sjá Mödda með sín... Crisp and clear
Bjartur og ferskur morgun í New York. Það voru bara tuttugu gráður úti þegar ég vaknaði í morgun (fyrir klukkutíma síðan), og ég er því að íhuga að mæta ekki fyrr en eftir hádegi á labbið og nýta morguninn í smá hlaupasprett. Það er líka svo fínt að hlaupa svona í júlí, því að frjókornamagnið hefur lækkað mikið og ég get því dregið andann á hlaupunum. Það er svo lítið af frjói heima að þetta truflar mig venjulega ekki mikið, en hér er svo mikill gróður að stundum er eins og loftið sé mettað af frjókornum. Munurinn er líka að ég finn bara fyrir grasfrjóinu heima, en hér er svo mikð birki að ég fæ ofnæmi fyrir því líka. Ég hef lítið að gera á labbinu í dag, ég er að bíða eftir að allt efnið í tilrauninrnar mínar komi í hús. Ég ætla samt að kíkja þangað eftir hádegi, og lesa kannski eina eða tvær vísindagreinar áður en ég fer í hina árlegu lautarferð doktorsnemanna í deildinni. Hún er nú reyndar bara fyrir framan bygginguna, en er ágætisafsökun fyrir því að skvetta í sig smá bjór undir berum himni og kannski næla sér í kjúllalegg, ef Justin bíður upp á svoleiðis. Ekki verður minna að gera eftir lautarferðina, því að í kvöld er annar fimmtudagur mánaðarins og brjórkvöld Íslendinganna suður á Telephone Bar. Ekki leiðinlegt! þriðjudagur, júlí 09, 2002
Fararsnið á kallinum
Nú er Mörður að pakka niður í töskur. Hann er að fara í sumarfrí til Íslands á morgun, þannig að ég verð grasekkja í tíu daga. Það verður pínu skrítið að koma alltaf heim í tóman kofann. Mér segir líka svo hugur að ég eigi eftir að vinna meira en undanfarið þar sem það verður ekki neitt sem dregur mig heim. Ég hlakka líka til þess að Mörður komi heim aftur, sérstaklega af því að hann kemur kannski með soðningu úr Laxá í Mývatnssveit. mánudagur, júlí 08, 2002
Skaftárhlaup
Fréttirnar af Skaftárhlaupi minna mig á þegar við Mörður gengum á milli Sveinstinds, Skælingja og Eldgjár verslunarmannahelgina í hittifyrra. Þá var einmitt Skaftárhlaup og ótrúlegt að sjá hversu bólgin og brjáluð áin varð. Ég held líka að þessi leið sé ein sú fallegasta á Íslandi. Mér finnst hún að minnsta kosti fallegari en Laugavegurinn og svo leiðin sem við Herdís gengum í vor á milli Mývatns og Ásbyrgis, og þá er nú mikið sagt. Það er líka miklu meiri óbyggðafílíngur inni á Sveinstindi en á hinum tveimur leiðunum, manni líður einhvern veginn eins og maður sé staddur á tunglinu þegar maður stendur á Sveinstindi og horfir yfir landslagið. Þetta var líka svaka rómó að vera bara tvö á ferð í þrjá daga, og ekki skemmdi brakandi blíðan fyrir. Bull.. acute.. aelig
Ég hata Makka. Ég verð alltaf fúl þegar ég sé: Switch auglýsingarnar í sjónvarpinu. Núna var ég búin að skrifa færsluna hér á undan með þvi að nota unicode táknin fyrir alla íslensku stafina, því Lyklaboðssían hans Sindra virkar ekki í Makkintoss. Svo þurfti ég að breyta dálitlu og ýtti á Edit og þá hurfu allir íslensku stafirnir.... Þess má geta að þessi færsla var líka skirfuð þannig. Ég ætla sko ekki að ýta á Edit núna....... Bakið betra, gelbið og tveir kossar.
Jæja, mér er næstumþvi batnað i bakinu, thannig að ég er ekki thess heiðurs aðnjótandi lengur að bera viðurnefnið Kroppinbakur. Er það vel. Mánudagar eru pínulítið erfiðir á nýja labbinu. Það eru nefnilega labbfundir á mánudagsmorgum,fram yfir hádegi, þannig að ég byrja aldrei á neinu fyrr en í fyrsta lagi klukkan eitt. Þetta verður svo enn erfiðara í vetur ef ég verð á þessu labbi, því frá tólf til rúmlega eitt er málstofan, þar sem ýmsir vísindamenn flytja erindi. Þessari mánudagsstemningu virðist fylgja vinna frameftir, ég sit hér enn á labbinu klukkan rúmlega ellefu og bíð eftir því að gelin mín klárist. Það er reyndar bara kósí. Ég er búin að vera að dúlla mér við að búa til allskonar lausnir sem ég þarf að nota og hlusta í leiðinni á rokk í útvarpinu. Það versta er að ég næ sennilega lítið að hitta Mörð í dag, hann kyssti mig bless thegar ég var hálfsofandi í morgun og svo mætti ég honum þegar ég var á leiðinni heim í kvöldmat og hann á leiðinni í skvass í gymminu, en þar smellti hann á mig öðrum kossi. laugardagur, júlí 06, 2002
Hunchback takes the town...
Krypplingurinn er nú bara búinn að vera býsna aktífur í dag. Ég vaknaði með þá ofskynjun að mér væri batnað í bakinu, en ónei, eftir að hafa sest niður með seríós og tékkað á póstinum mínum og lesið mbl.is (staðalmorgunrútínan á þessum bæ) komst ég að því að ég halla enn aðeins til hægri og á erfitt með að beygja mig. Ég fór í tilgangslausa ferð í vinnuna, við fundum engin dNTP í PCRið mitt, og það er frekar tilgangslaust að pje-sé-erra án njúkleótíða, þannig að ég ákvað að þjálfa á mér bakið og fara í göngutúr. Það vildi svo skemmtilega til að göngutúrinn lá fram hjá nokkrum búðum, og ég endaði á því að kaupa svarta plattformskó og stuttermabol, allt í boði Visa. Ég íhugaði að finna svona hjálpartækjabúð fyrir fatlaða og kaupa mér svona göngugrind á hjólum til þess að auðvelda mér gang. En þá fann ég barasta að bakinu leið mikið betur og ég plampaði hress í bragði heim á leið. Það er alveg ótrúlegt hvað smá sjoppíng getur gert fyrir heilsuna. Ég var svo hress þegar ég kom heim, að ég fór og hljóp fimm mílur (lesist með enskum hreim) og eldaði svo karrýhrísgrjón a' la Rose Elliot, handa mér og manninum mínum. Með þessu áframhaldi hleyp ég maraþon og held hundraðmannaveislu næsta laugardag. föstudagur, júlí 05, 2002
Independence Day
Fjórði júlí var frábær! Við tókum okkur bæði frí og fórum til Conneticut, þar sem Edda og Magnús, sem Ásthildur er hjá héldu sína árlegu grillveislu. Það var alveghreint grillandi heitt úti, þannig að börnin léku sér í sundlauginni, en fullorðna fólkið spjallaði saman í skjóli undir trjánum. Þetta var heldur engin lítil veisla, það voru örugglega fimmtíu manns á svæðinu. Það var alveg frábært að hitta Ásthildi aftur, en hún verður uppfrá næstu vikuna að passa heimasætuna á bænum og sjá um heimilið. Það stefnir allt í að ég fari í húsmæðraorlof til hennar þarnæstu helgi þegar Mörður verður á Íslandi. Um áttaleitið hélt svo hersingin út í garð sem er þarna í nágrenninu til þess að horfa á flugeldasýningu. Þar voru velflestir íbúar bæjarins búnir að koma sér fyrir á teppum á grasflötinni. Þetta var sko alvöru pikknik, því að Magnús bauð upp á samlokur og bjór og kalda kjúklingaleggi á meðan við biðum eftir að sýningin byrjaði. Flugeldasýningin var sú flottasta sem ég hef séð. Ég hafði orð á því við Mörð að þetta væri nú pínu öfugsnúið, það tilheyrir frekar í manns huga að vera í roki og gaddi að horfa á flugelda, ekki í þrjátíuogfimm stiga hita og logni. En út af þvi hvað loftið var kyrrt fengu flugeldarnir að njóta sín enn betur. Sýningin byrjaði samt rólega, en varð svo flottari og flottari eftir því sem á leið, og endaði svo á svaka látum og rauðum, bláum og hvítum litum meira en hálftíma seinna! Það er óhætt að segja að Magnús og Edda séu gestrisið fólk, því glæslegri grillveislu man ég ekki eftir! miðvikudagur, júlí 03, 2002
Biðin endalausa.
Nú sit ég bara og bíð eftir því að gelin mín klári að keyrast, svo að ég geti haldið heim eftir tilraunir dagsins. Á morgun er svo "Independence Day" og við Mörður ætlum að taka okkur frí frá vinnu og fara í barbecueveislu sem hún Ásthildur bauð okkur í . Ásthildur er nefnilega stödd í Conneticut einu sinni sem oftar, en hún fer stundum í heimsókn Þangað til fólksins sem hún var au Pair hjá. Það verða því fáir virkir dagar sem ég næ að vinna í þessarri viku, en helgin er einmitt tilvalinn tími til þess ad vinna það upp! The Hunchback of West 113th Street.
Tjæjah! Þá er kryppan óðum að minnka og ég hef hugsað mér að fara í vinnuna í dag og jafnvel bara vinna svolítið! þriðjudagur, júlí 02, 2002
Dóptripp
Ég komst að því áðan að ég er með ofnæmi fyrir acetaminophene. Ég tók fyrsta skammtinn af verkjalyfjunum, og korteri seinna fékk ég dæmigerð einkenni; Mér hitnaði í framan og fór að klæja í hársvörðinn og lófana. Þegar ég stóð upp til þess að ná í ofnæmislyfin (úff, ég er orðinn alger pill-popper!), varð ég alveg gersamlega hlessa, því ég þurfti ekkert að styðja mig við borðið og setja mig í einhverja fáránlega stellingu til þess að standa upp. Ég át ofnæmislyfin og teygði glöð úr bakinu og minnkaði þar með enn frekar vöðvakrampana. En stuttu seinna fór mér að líða eins og ég hefði drukkið svosem eins og hálfa flösku af hvítvíni, þannig að ég skreið inn í rúm og rotaðist í tvo tíma. Mér til mikillar ánægju var ég svo að finna pakka af parkódíntöflum inn á baði hjá okkur, sem eru leifar frá því það var keyrt á mig fyrir nokkrum árum. Einhvern veginn höfðu þær komið með alla leiðina til Ameríku. Guði sé lof fyrir kódein! The Militant
Ég hef einmitt orðið fyrir svipaðri reynslu og hann Ágúst, þar sem það er oft reynt að pranga inn á mann The Militant hérna á Columbia skólalóðinni. Mér finnst það frekar fyndið að þeir standi fyrir utan ISAL (eh.. ég meina Alcan) að reyna að selja blaðið. Ég er heldur ekki jafnforvitin og Ágúst, og hef aldrei keypt blaðið. Það er sennilega vegna þess að ég hef svo oft lent í gyðingum sem eru að reyna að heilaþvo mann á skólalóðinni og líma á mann ísraelska fánann, að ég tek öllu prangeríi af mikilli varúð. Kryppa
Í dag er fimmti dagurinn minn sem krypplingur. Ég fór að lyfta í gymminu á föstudaginn, rétt eins og venjulega, en hef gengið um skökk alveg síðan. Ég var meira að segja heima í gær, og svo aftur í dag, þannig að í dag er fjórði dagur æfi minnar sem ég hef verið frá vinnu vegna veikinda. Ég fór til læknis í morgun og teygði mig og beygði eins og ég gat fyrir hana, og hún gaf mér nú örlitla von um að ég myndi ekki verða krypplingur það sem eftir er æfinnar. Hún gaf mér tilvísun á einhvern lækni niður á Madison Avenue, og skrifaði upp á kódein fyrir mig, en hér í Ameríku fæst kódein ekki nema með uppáskrift. Nú vandast hinsvegar málin, því að sjúkratryggingafélaginu mínu láðist að senda mér kort í haust sem sannar að ég sé tryggð hjá þeim. Þess vegna tekur tvo tíma hjá apótekinu að afgreiða nokkrar verkjatöflur, en það sem verra er, ég hef ekkert til þess að sýna ef ég fer til dr. Fazzari á Madison Avenue. Ég býst því við því að ég eigi eftir að verja deginum í dag í ótal símtöl til þess að komast að því hvernig ég geti fengið svona kort. mánudagur, júlí 01, 2002
Vonbrigði
Ég er búin að sitja hér í tvo tíma og dunda mér við að setja Movable Type upp á heimasvæðið mitt á Columbia vefþjóninum. Þegar ég var búin að koma öllum fælum fyrir þar sem þeir áttu að vera og stilla aðganginn að þeim öllum og ætlaði að keyra uppsetninguna gerðist ekki neitt, og ég fékk einhver skilaboð um það að valmöguleikinn um að keyra CGI skript væri á "OFF". Ég plægði því í gegnum heimasíður á Columbia til þess að komast að því hvernig ég gæti stillt á "ON", og komst þá að því að ég hef ekki leyfi til þess að keyra mín eigin CGI script á Columbia vefnum. Þvílíkur bömmer!!! Ég sem var bara millimetra frá því að losna undan Blogger og öllu veseninu sem fylgir því að hafa bloggið sitt á Blogspot. Ég hafði þó það upp úr krafsinu að ég lærði smá í UNIX. Það sem kom mér mest á óvart var samt að tölvunarfræðikennslan úr fjórða bekk í MR kom í góð not. Allt í einu hljómuðu fyrir eyrum mér leiðbeiningarnar hans Kalla tölvunarfræðikennara, og þær spöruðu mér ófá sporin. Svona hluti man maður þrátt fyrir að hafa ekkert notað nema Windows í 10 ár! Financial district, Víetnam og mýs
Við hittum Josh og Melissu niðri í bæ í gær. Tilgangurinn var sá að Josh vildi æfa sig á okkur, en hann verður leiðsögumaður í borginni í sumar. Við fórum alveg niður að suðurodda eyjunnar, niður á Wall Street og röltum að gamla Tollhúsinu og hittum þau þar. Hann Josh var rosalega "pró" meira að segja með plöstuð spjöld með myndum af fólki sem setti mikinn svip á sögu eyjunnar og myndir af því hvernig svæðið leit út áður fyrr. Hann veit líka svo mikið um sögu New York að við vorum alveg hissa. Það kom okkur líka margt á óvart sem hann sagði okkur, og það var margt sem maður hafði aldrei leitt hugann að. Eftir leiðsöguferðina, sem tók um tvær klukkustundir, fórum við út að borða. Við fórum á Víetnamskan stað sem Josh hafði heyrt um. Staðurinn lét ekki mikið yfir sér, hann er í jaðrinum á Chinatown, og við þurftum að labba niður snarbrattar tröppur til að komast þangað inn, þetta var svona eins og að hverfa ofaní holu í jörðinni. Staðurinn lét heldur ekki mikið yfir sér innan frá, en maturinn var frábær. Við fengum okkur skelfisk, innbakaða önd, steikt eggaldin, rækjupaté á sykkurreyr, kjúkling og vorrúllur, og deildum öllum réttunum á milli okkar. Það er líka svo gaman að borða þannig. Maturinn var líka hræódýr, ég held ég hafi aldrei borðað jafnódýrt úti á Vesturlöndum. Eftir matinn röltum við svo í gegnum Chinatown og inn að Little Italy, þar sem Josh og Melissa keyptu ítalskt sætabrauð, svokölluð Canoli (ef þið hafið heyrt orðatiltækið "holy canoli" þá á það einmitt við um svona nammi). Við héldum heim á leið og borðuðum svo Canoli heima hjá Josh og Melissu. Þau búa beint yfir okkur, og þegar við sögðum þeim frá næturgesti helgarinnar, sögðu þau að Miss Maddie, kötturinn þeirra hefði einmitt verið óróleg og spáð mikið í horninu undir stofuglugganum, en það er einmitt nákvæmlega sami staður og við héldum að músin hefði farið á inni hjá okkur. Við erum eiginlega á því að hún búi inn í stóra speglinum sem er innbyggður í stofuvegginn. Þetta fer að verða spurning um að fá sér kött. |
|